fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Besta deildin: Guðmundur Andri sá um FH – Tvö mörk Tiago dugðu ekki til

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 21:11

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhannesson og hans menn í Val unnu heimasigur í Bestu deild karla í kvöld er liðið mætti FH.

Óli var þar að mæta sínum fyrrum félögum í FH en hann var látinn fara frá félaginu fyrr í sumar og tók Eiður Smári Guðjohnsen við.

Gengi FH hefur lítið batnað eftir þjálfaraskiptin og var enn eitt tapið á boðstólnum í kvöld á Hlíðarenda.

Guðmundur Andri Tryggvason skoraði bæði mörkin fyrir Val sem hafði betur 2-0.

Það var meiri spenna á Framvellinum þar sem Stjarnan kom í heimsókn í leik sem lauk með jafntefli.

Emil Atlason kom Stjörnunni yfir í kvöld en Tiago Fernandes bætti stuttu seinna við tveimur mörkum fyrir heimaliðið.

Skallamark frá Guðmundi Baldvini Nökkvasyni tryggði Stjörnunni hins vegar stig undir lok leiks eftir sendingu frá Óskari Erni Haukssyni.

Valur 2 – 0 FH
1-0 Guðmundur Andri Tryggvason (’42)
2-0 Guðmundur Andri Tryggvason (’63)

Fram 2 – 2 Stjarnan
0-1 Emil Atlason (‘4)
1-1 Tiago Fernandes (‘7)
2-1 Tiago Fernandes (’16)
2-2 Guðmundur Baldvin Nökkvason (’84)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?