fbpx
Miðvikudagur 28.september 2022
433Sport

Maðurinn sem leyfði Dönum að dreyma á leið í úrvalsdeildina

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 09:34

Mikkel Damsgaard fagnar marki sínu gegn Englendingum á EM. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikkel Damsgaard færist nær því að ganga í raðir Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Hann er leikmaður Sampdoria á Ítalíu.

Talið er að Brentford muni borga Sampdoria um 15 milljónir evra fyrir þjónustu leikmannsins.

Damsgaard er danskur landsliðsmaður sem getur leikið úti á vinstri kanti, sem og á miðjunni. Hann gæti því að vissu leyti leyst samlanda sinn, Christian Eriksen af hólmi hjá Brentford. Miðjumaðurinn fór til Manchester United á dögunum, eftir að hafa verið á mála hjá Brentford seinni hluta síðustu leiktíðar.

Hinn 22 ára gamli Damsgaard á að baki sextán A-landsleiki fyrir Danmörku. Í þeim hefur hann skorað fjögur mörk. Eitt af þeim kom í undanúrslitaleik Evrópumótsins í fyrra gegn Englendingum. Þá kom hann Dönum yfir.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Messi reyndist Heimi og Jamaíka erfiður

Messi reyndist Heimi og Jamaíka erfiður
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Wilder aftur í ensku úrvalsdeildina?

Wilder aftur í ensku úrvalsdeildina?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta sagði Alfreð Finnbogason við samherja sína eftir leik – Kári og Rúrik kalla þetta klisju

Þetta sagði Alfreð Finnbogason við samherja sína eftir leik – Kári og Rúrik kalla þetta klisju
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rúnar Alex eftir jafnteflið gegn Albaníu: ,,Líður eins og við höfum unnið leikinn“

Rúnar Alex eftir jafnteflið gegn Albaníu: ,,Líður eins og við höfum unnið leikinn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ótrúlega svekktur en stoltur – „Íslenska þjóðin má vera stolt af þeim“

Ótrúlega svekktur en stoltur – „Íslenska þjóðin má vera stolt af þeim“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands – Andri Fannar aftur bestur

Einkunnir leikmanna Íslands – Andri Fannar aftur bestur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiður Smári segir landsliðið á hárréttri leið undir stjórn Arnars – „Höldum að það gerist á tveggja ára fresti og það verði partí öll sumur“

Eiður Smári segir landsliðið á hárréttri leið undir stjórn Arnars – „Höldum að það gerist á tveggja ára fresti og það verði partí öll sumur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Það sem þarf að gerast til að draumur heimsbyggðarinnar rætist á HM

Það sem þarf að gerast til að draumur heimsbyggðarinnar rætist á HM