fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Leikmaðurinn sem kostaði Arsenal Meistaradeildarsæti að mati Carragher

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 11:06

Jamie Carragher / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool til margra ára og nú sparkspekingur á Sky Sports, telur að Arsenal hefði náð sæti í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð með betri vinstri bakvörð innanborðs.

Arsenal rétt missti af Meistaradeildarsæti undir lok síðasta tímabils eftir mikla baráttu við Tottenham.

„Ég held að ef þeir hefðu haft betri vinstri bakvörð hefðu þeir náð topp fjórum,“ segir Carragher.

Tavares spilaði töluvert magn af leikjum vegna meiðsla Kieran Tierney.

„Ég vil ekki beina spjótunum að einum leikmanni en ég held að hann hafi kostað þá í sumum leikjum.“

„Ég man eftir leik gegn Crystal Palace á síðustu leiktíð. Ég sagði að hann þyrfti að fara af velli í hálfleik. Arteta setti Granit Xhaka að lokum í vinstri bakvörðinn í þeim leik,“ segir Jamie Carragher.

Tavares er nú genginn til liðs við Marseille á láni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu
433Sport
Í gær

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Í gær

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Í gær

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun
433Sport
Í gær

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við
433Sport
Í gær

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði