fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Fallið frá einni ásökun á leikmanninn sem sakaður er um nauðgun

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 29. júlí 2022 08:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fallið hefur verið frá einni af þremur ásökunum á leikmann í ensku úrvalsdeildinni um kynferðisbrot. Maðurinn var á dögunum kærður fyrir þrjú brot, þar á meðal fyrir nauðgun.

Maðurinn var handtekinn fyrr í þessum mánuði á heimi sínu í Barnet í Norður-Lundúnum, þaðan sem hann fór í gæsluvarðhald áður en hann var aftur handtekinn, grunaður um tvö brot til viðbótar.

Leikmaðurinn hefur ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum af lagalegum ástæðum. Hann er hins vegar sagður lykilmaður í sínu félagsliði og á leið á heimsmeistaramótið í Katar með landsliði sínu síðar á þessu ári. Þá kemur fram að leikmaðurinn sé á þrítugsaldri.

Leikmaðurinn átti að vera laus gegn tryggingu þar til í ágúst en hún hefur verið framlengd þar til í október.

Félag leikmannsins hefur staðfest að það ætli ekki að setja hann í bann á meðan rannsókn stendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Brast í grát þegar hann sá son sinn í nýju treyjunni – Sjáðu fallegt myndband

Brast í grát þegar hann sá son sinn í nýju treyjunni – Sjáðu fallegt myndband
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: FH niðurlægði KA

Besta deildin: FH niðurlægði KA
433Sport
Í gær

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar
433Sport
Í gær

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“