fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Ritstjóri The Sun segir að þessi forsíða sé stærstu mistökin í sögu götublaða

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. júlí 2022 19:00

Umrædd forsíða The Sun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru ekki mistök sem gleymast þegar breska götublaðið The Sun birti ranga frétt á forsíðunni um harmleikinn á Hillsborough vellinum 1989 þar sem 97 manns létust.

„Þetta voru stærstu mistökin í sögu götublaða,“ sagði Victoria Newton, ritstjóri The Sun, nýlega á ráðstefnu í Lundúnum að sögn Press Gazette.

Harmleikurinn á Hillsborough átti sér stað 15. apríl 1989 þegar Liverpool og Notthingham Forest mættust í undanúrslitum FA-bikarsins.

Leikurinn fór ekki fram því mikil ringulreið varð á þeim hluta áhorfendapallanna þar sem aðdáendur Liverpool voru. 96 manns létust þennan dag og einn til viðbótar lést síðar af völdum áverka sinna.

Nokkrum dögum síðar birti The Sun forsíðu með fyrirsögninni „Sannleikurinn“. Í umfjöllun blaðsins var stuðningsmönnum Liverpool kennt um hversu hörmulega málin þróuðust þennan dag. Þeir voru einnig sakaðir um að hafa stolið frá fólki sem var að kremjast til bana. Blaðið hélt því einnig fram að stuðningsmenn Liverpool hefðu kastað af sér vatni á lögreglumenn og hindrað þá og aðra viðbragðsaðila í að veita slösuðum fyrstu hjálp.

Þetta var haft eftir lögreglumanni sem vildi leyna því að yfirvöld höfðu brugðist. Hann laug því til um atburðarásina. Niðurstaða óháðrar rannsóknarnefndar, sem kom út síðar, var að stuðningsmenn Liverpool hefðu ekki átt neina sök á því sem gerðist. Sökin var  yfirvalda og vegna öryggisráðstafana á vellinum.

Þáverandi aðalritstjóri The Sun baðst afsökunar á þessari frétt 2012. En það hafði engin áhrif á íbúa í Liverpool sem byrjuðu að sniðganga The Sun eftir þessa frétt og það gera þeir enn.

Victoria Newham er sjálf frá Liverpool og ólst upp við að borgarbúar sniðgangi The Sun. Fólk kaupir ekki blaðið og það er fjarlægt úr hillum verslana ef það sést þar. Margir vilja heldur ekki skrifa nafn þess eða segja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum