fbpx
Þriðjudagur 04.október 2022
433Sport

Heimir gerir upp tímann í Val eftir ákvörðun mánudagsins – „Ég geng stoltur frá þessu verkefni“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. júlí 2022 14:30

©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í sjálfu sér kom þessi ákvörðun ekkert á óvart, miðað við væntingarnar til liðsins þá var þetta ekki nógu gott. Liðið var í fimmta sæti og það voru gerðar kröfur á meiri eftir þetta margar umferðir. Þetta kom því ekki á óvart,“ sagði Heimir Guðjónsson fyrrum þjálfari Vals í samtali við 433.is í dag.

Valur sagði Heimi upp störfum á mánudaginn eftir tap gegn ÍBV í Bestu deildinni. Heimir stýrði Val í tvö og hálft tímabil og skilaði Íslandsmeistaratitli í hús á sínu fyrsta ári. Í heildina hefur Heimir orðið sjö sinnum Íslandsmeistari sem þjálfari.

Valur sat svo í toppsæti deildarinnar langt fram eftir móti í fyrra en missti flugið undir lok móts. Þrátt fyrir góða byrjun á þessu tímabili missti Valur aftur flugið og ákvað stjórn Vals að segja Heimi upp störfum og við tók Ólafur Jóhannesson.

„Það er alltaf viðbúið að þegar farið er í breytingar á leikmannahóp að það geti tekið tíma að búa til lið,“ segir Heimir en nokkuð var um breytingar í hóp Vals fyrir núverandi leiktíð.

„Það breytir því samt ekki að fimmta sætið í þessu starfi er ekki ásættanlegt og í fótboltanum er tíminn ekki neinn sérstakur vinur manns.“

©Anton Brink 2021

Mikið hefur verið um meiðsli í sóknarlínu Vals en sem dæmi má nefna að með Aron Jóhannsson í byrjunarliði Vals var liðið með 2,28 stig í leik en án hans í byrjunarliði var Valur með 0,6 stig í leik.

„Auðvitað hjálpar það ekki þegar góðir leikmenn meiðast. Mótið fór ágætlega af stað, við vorum með 13 stig eftir fimm leiki og það gekk bara vel. Við spilum svo leik við Stjörnuna og lendum í því að tveir leikmenn hellast úr lestinni í upphitun. Þar vorum við klaufar, við töpum leiknum en gátum stig. Það kom slæmur kafli en við unnum okkur úr því. Við spiluðum að mínu viti mjög góðan leik gegn Blikum og fylgdum því svo eftir en svo hallaði aftur undan fæti. Ef maður lítur til baka þá skiptu þessi meiðsli nokkru máli, þetta voru nánast bara menn fremst á vellinum.“

Heimir horfir til baka á árin í Val og segir. „Ég kom haustið 2019 og við vinnum titil á fyrsta ári, við spiluðum geggjaðan fótbolta og skoruðum 50 mörk í 18 leikum. Við náðum ekki að halda því áfram, það er eitt að ná árangri en það er allt annað að halda í velgengi. Við náðum ekki að gera það.“

„Ég var í tvö og hálft ár hjá Val og vann einn Íslandsmeistaratitil. Frá 1987 hefur Valur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari og ég á einn af þeim. Ég geng stoltur frá þessu verkefni, ég lagði mig allan í það.“

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Heimir ætlar sér að líta inn á við og snúa til baka af fullum krafti í boltann. „Þetta gerðist á mánudag, maður lítur á það sem vel var gert og hvað misheppnaðist. Ég lít fyrst á sjálfan mig og mín verk áður en ég lít á aðra. Maður verður að gera það.“

„Það sem maður gerir svo er bara sýna úr hverju maður er gerður í raun og veru.“

„Þetta endaði ekki eins og maður hefði viljað, þessi tvö og hálft ár sem ég var þjálfari Vals voru hins vegar mjög skemmtileg. Það er gaman að vinna á Hlíðarenda með Finn Frey, Snorra Stein, Óskar Bjarna og fleiri þarna á skrifstofunni. Ég kynntist fullt af góðu fólki og fékk að þjálfa marga frábæra fótboltamenn. Þó að þetta hafi ekki endað vel þá var þetta góður tími.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Taka enga sénsa og semja við Foden á næstunni

Taka enga sénsa og semja við Foden á næstunni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Markahrókurinn greindi tárvotur frá endalokum síns ferils – El Pipita lætur gott heita

Markahrókurinn greindi tárvotur frá endalokum síns ferils – El Pipita lætur gott heita
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fylgjast með stöðu mála en telja sig vita að Messi snúi heim í næsta sumar

Fylgjast með stöðu mála en telja sig vita að Messi snúi heim í næsta sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Jákvæðar fréttir fyrir stuðningsmenn Arsenal – Félagið vongott um að semja við tvo lykilmenn

Jákvæðar fréttir fyrir stuðningsmenn Arsenal – Félagið vongott um að semja við tvo lykilmenn