fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Eitt ár liðið frá handtöku Gylfa Þórs Sigurðssonar

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. júlí 2022 07:11

Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er eitt ár liðið frá handtöku Gylfa Þór Sigurðssonar. Knattspyrnumaðurinn var tekinn höndum á heimili sínu í úthverfi Manchester föstudaginn 16. júlí 2021 og færður til yfirheyrslu vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Vinnuveitandi Gylfa, Knattspyrnufélagið Everton, setti lögbann á umfjöllun um meint afbrot landsliðsmannsins í Bretlandi og hafa því breskir fjölmiðlar ekki snert á málinu síða.

Nafn Gylfa kvisaðist þó fljótlega út til Íslands og segja má að íslenskt þjóðfélag hafi farið á hliðina þegar hann var nafngreindur í íslenskum fjölmiðlum fjórum dögum síðar.

Síðan þá hefur biðin endalausa tekið við. Gylfi var úrskurðaður í farbann á meðan málið væri rannsakað en það hefur verið framlengt ítrekað og stendur því enn yfir. Talið er að draga muni til tíðinda á næstu vikum en það hefur þó verið talið áður.

Á meðan rannsókninni stendur hefur Gylfi verið í einskonar stofufangelsi á ótilgreindum stað og ekki fengið að spila fótbolta. Aðeins ár var eftir af samningi hans við Everton þegar hann var handtekinn í fyrra og á meðan stofufangelsinu hefur staðið rann samningurinn út og Gylfi því atvinnulaus í dag. Eins og komið hefur fram er talið að lið í Tyrklandi sé áhugasamt um þjónustu hans ef málið verður fellt niður.

Fjölskylda Gylfa og hans nánustu vinir hafa myndað þéttan varnarvegg í kringum landsliðsmanninn og lítið sem ekkert hefur frést af málinu, hvort sem um er að ræða nákvæmlega eðli hina meintu brota eða líðan Gylfa þó að sumar sögur séu háværari en aðrar.

Talsverða athygli vakti þegar að Gylfi lét sjá sig í fyrsta sinn opinberlega á leik Íslands og Ítalíu á EM kvenna í Manchester á dögunum. Hvort að sú mæting gefi aðdáendum Gylfa tilefni til bjartsýni um að málið gegn honum verði látið niður falla skal þó ósagt látið. Áfram skal beðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp
433Sport
Í gær

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“
433Sport
Í gær

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn