Svíþjóð 2 – 1 Sviss
1-0 Fridolina Rolfö(’53)
1-1 Ramona Bachmann(’55)
2-1 Hanna Bennison(’79)
Svíþjóð vann sinn fyrsta sigur á EM kvenna í kvöld er liðið mætti Sviss í öðrum leik sínum í lokakeppninni.
Seinni hálfleikurinn í þessari viðureign var skemmtilegur en þar voru öll þrjú mörkin skoruð.
Svíar höfðu betur 2-1 en Hanna Bennison skoraði sigurmark leiksins þegar um 11 mínútur voru eftir.
Svíar eru með fjögur stig í efsta sæti riðilsins en nú fer að hefjast leikur Hollands og Portúgals sem eru bæði með eitt s tig.