fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
433Sport

Norðmenn taka lið sitt af lífi – „Þetta er skammarlegt og aumkunarvert“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. júlí 2022 09:13

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Noregur varð sér til skammar á EM kvenna í gærkvöldi er liðið spilaði við gestgjafa mótsins frá Englandi. England gjörsamlega valtaði yfir þær norsku í kvöld og var staðan eftir fyrri hálfleikinn 6-0.

Beth Mead átti stórleik fyrir Englendinga og skoraði þrennu, en þetta var annar sigur liðsins í A-riðli. England bætti við tveimur mörkum til viðbótar í seinni hálfleik og vann ótrúlegan 8-0 sigur.

Þetta er stærsti sigur á EM frá upphafi og þýðir einnig að Norður-Írland er úr leik í mótinu eftir tvö töp.

Norskir fjölmiðlar og sparkspekingar taka lið sitt af lífi eftir leik. Þar á meðal er John Arne Riise, fyrrum leikmaður Liverpool og norska landsliðsins.

„Þetta er skammarlegt, þetta er aumkunarvert. Ég er í áfalli yfir því hvað þetta er lélegt,“ segir Riise við BBC.

Lars Tjærnas, sparkspekingur á Viaplay, tók í svipaðan streng. „Þetta er einhver skammarlegast frammistaða sem ég hef séð frá norsku landsliði. Það skorti allt fram á við og líka til baka. Í ofanálag litu margir leikmenn út fyrir að vera hræddir. Þetta gæti ekki orðið verra,“ skrifar Tjærnas.

Þá segir í fyrirsögn miðilsins Nettavisen að það sé „vont að vera Norðmaður í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kostulegt atvik í enska boltanum – Vardy tók flautuna af dómaranum til að bjarga honum

Kostulegt atvik í enska boltanum – Vardy tók flautuna af dómaranum til að bjarga honum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Staðfest að Trent fer frítt frá Liverpool í sumar

Staðfest að Trent fer frítt frá Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Saka á sér draum

Saka á sér draum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bayern Munchen er meistari 2025

Bayern Munchen er meistari 2025
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kane var tilbúinn að fagna titlinum áður en skellurinn kom

Kane var tilbúinn að fagna titlinum áður en skellurinn kom
433Sport
Í gær

England: Manchester United tapaði í sjö marka leik

England: Manchester United tapaði í sjö marka leik
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Chelsea og Liverpool – Sterk lið mætast

Byrjunarlið Chelsea og Liverpool – Sterk lið mætast