fbpx
Þriðjudagur 04.október 2022
433Sport

Allt á suðupunkti þegar Milos hætti en menn hafa náð sáttum – „Var þetta ekki bara gæfuskref fyrir báða aðila?“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. júlí 2022 12:26

Milos, til hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Milos Milojevic snýr aftur í Víkina í kvöld með lærisveina sína, Malmö. Liðið mætir þá Víkingi Reykjavík í seinni leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leiknum lauk með 3-2 sigri Malmö, þar sem Víkingar voru manni færri meirihluta leiks.

Milos var áður þjálfari Víkings en var mikið fjaðrafok í kringum hann þegar hann yfirgaf félagið árið 2017. Þá tók hann við Breiðabliki nokkrum dögum eftir að hafa hætt hjá Víkingi.

„Þetta var mjög hönnuð atburðarrás. Það er alveg ljóst. Maður er svolítið pirraður yfir þessu,“ sagði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, við Vísi árið 2017. „Atburðarrásin er klárlega hönnuð og ég ætla að skrifa bók um þetta. Sú bók gæti endað á fjölum leikhússins. Milos er ægilega lyginn í öllu þessu ferli. Síðast í gær er hann að panta gám til Serbíu er við erum að ganga frá við hann. Tveim tímum síðar er hann orðinn þjálfari Blika. Það voru líka hlutir sem gerðust í síðustu viku sem bera þess vitni að þetta hafi allt verið planað. Ég veit samt ekki hversu mikla sök Blikar eiga í þessari atburðarrás. Ég held það sé meira Milos.“

Milos vísaði ásökunum Haralds þá til föðurhúsanna. „Þetta eru stór orð sem framkvæmdastjóri félagsins er að gefa út sem hann hefur engan rökstuðning á bakvið. Ég myndi endilega vilja sjá rökstuðninginn,“ sagði Milos við Fótbolta.net á sínum tíma. Hann sagði jafnframt að ástæðan fyrir brotthvarfi hans hafi verið þar sem Víkingur hafi tekið Hajrudin Cardaklija, þá markmannsþjálfara félagsins, fram yfir Milos eftir ágreining þeirra tveggja.

Í dag er þetta hins vegar allt að baki. Milos á í góðu sambandi við Víking. „Þetta er að baki allt saman. Það er enginn að horfa í það,“ segir Haraldur framkvæmdastjóri við 433.is í dag.

„Milos hefur alltaf verið góður vinur okkar. Við vorum kannski ekkert sáttir þegar hann fór, hvernig þetta gerðist, en við erum ekkert að dvelja við það.“

Síðan Milos yfirgaf Víking hefur liðið tvisvar sinnum orðið bikarmeistari og einu sinni Íslandsmeistari. Sjálfur hefur Milos stýrt Hammarby og Malmö, auk þess að vera aðstoðarþjálfari hjá Rauðu Stjörnunni í Serbíu. „Var þetta ekki bara gæfuskref fyrir báða aðila? Það má orða það þannig. Hann á þessum stað og við á okkar. Við erum mjög sáttir,“ segir Haraldur.

Hvað leikinn í kvöld varðar er Haraldur spenntur. „Það er spenna í loftinu og þetta leggst vel í okkur. Við höfum alveg trú á þessu. Við sýndum það úti að við stöndum vel í þessu liði og á heimavelli með okkar aðstæður, við lifum í voninni,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Einn mest spennandi stjóri Evrópu líklega til Englands

Einn mest spennandi stjóri Evrópu líklega til Englands
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Haaland nær 70 mörkum ef hann heldur áfram á sömu braut

Haaland nær 70 mörkum ef hann heldur áfram á sömu braut
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Partey áfram laus gegn tryggingu – Grunaður um tvær nauðganir

Partey áfram laus gegn tryggingu – Grunaður um tvær nauðganir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Chelsea sýnir stjörnu Arsenal áhuga

Chelsea sýnir stjörnu Arsenal áhuga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skálað í ískaldri mjólk fyrir góðu Mjólkurbikarsumri

Skálað í ískaldri mjólk fyrir góðu Mjólkurbikarsumri
433Sport
Í gær

Opinberað hversu nálægt United Haaland var – Útskýrt hvar viðræður strönduðu

Opinberað hversu nálægt United Haaland var – Útskýrt hvar viðræður strönduðu
433Sport
Í gær

Elín Metta leggur skóna á hilluna – „Takk fyrir allt“

Elín Metta leggur skóna á hilluna – „Takk fyrir allt“
433Sport
Í gær

Sævar Atli skoraði og Alfreð lagði upp – Tvær íslenskar stoðsendingar í sigri Norrköping

Sævar Atli skoraði og Alfreð lagði upp – Tvær íslenskar stoðsendingar í sigri Norrköping