fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
433Sport

Glódís: ,,Hún sagði strax að hún ætlaði að bæta þetta upp“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 10. júlí 2022 19:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Íslands, lék með liðinu í kvöld sem spilaði við Belgíu í lokakeppni EM.

Ísland gerði 1-1 jafntefli við Belga í opnunarleiknum sem er smá svekkjandi en liðið hafði möguleika á öllum þremur stigum.

,,Ég held að það hafi verið meira svekkelsi að fá ekki öll þrjú stigin en að sama skapi er þetta eitt stig með okkur áfram í næstu leiki og það er fín byrjun. Við verðum að byggja ofan á þetta,“ sagði Glódís.

,,Mér finnst við betra liðið heilt yfir í leiknum og erum að skapa okkur flottar stöður. Við þurfum að klára þessi færi og komast í 2-0 og þá erum við búnar að loka leiknum, það var það sem vantaði.“

,,Það var fín stemning í hálfleik, við fórum í gírinn að við erum að fara að skora og það breyttist ekkert þó við værum búnar að klúðra víti.“

Berglind Björg Þorvaldsdóttir klúðraði víti í fyrri hálfleik en bætti upp fyrir það í þeim seinni með skallamarki.

,,Hún sagði strax í hálfleik að hún ætlaði að bæta þetta upp og hún gerði það svo sannarlega. Það er gríðarlega svekkjandi að ná ekki að nýta hin færin okkar og klára þennan leik en við erum ánægðar með stigið, þetta er klárlega betra en ekkert.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bendir á reglurna sem kemur í veg fyrir fléttuna sem sett var fram

Bendir á reglurna sem kemur í veg fyrir fléttuna sem sett var fram
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta verða árslaun Trent hjá Real Madrid – Ofan á þetta bætist svo slatti

Þetta verða árslaun Trent hjá Real Madrid – Ofan á þetta bætist svo slatti
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Blikar staðfesta komu Þorleifs úr atvinnumennsku

Blikar staðfesta komu Þorleifs úr atvinnumennsku
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Landsliðið tapaði gegn Svíþjóð

Landsliðið tapaði gegn Svíþjóð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Saka á sér draum

Saka á sér draum
433Sport
Í gær

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri
433Sport
Í gær

Á skilið að fá skrefið til Arsenal í sumar

Á skilið að fá skrefið til Arsenal í sumar
Hide picture