fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Var svo óánægður og hótaði að ganga í raðir Tottenham

Victor Pálsson
Laugardaginn 9. júlí 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Olivier Giroud hótaði því að semja við Tottenham á sínum tíma er hann fékk lítið að spila undir Frank Lampard hjá Chelsea.

Giroud reyndi mikið að komast burt í frægum janúarglugga en Chelsea vildi ekki losna við hann þar sem félagið þyrfti að finna arftaka.

Giroud var orðinn virkilega þreyttur á stöðunni hjá Chelsea en var lofað fleiri mínútum, eitthvað sem Lampard stóð að lokum við.

Frakkinn var áður hjá Arsenal sem eru erkifjendur Tottenham og hefði það skref farið illa í mjög marga.

,,Á þessum tíma var ég ekki að fá mínútur hjá Chelsea og reyndi að finna lausn með Frank Lampard,“ sagði Giroud.

,,Ég gat ekki haldið áfram í sömu stöðu en Lampard sagði við mig að hann þyrfti að finna arftaka. Hann lofaði mér fleiri tækifærum og stóð við það.“

,,Ég held að ég hafi skorað átta mörk í síðustu tíu leikjum tímabilsins og á þessum tíma voru ítölsk félög áhugasöm.“

,,Ég var svo örvæningarfullur að komast burt að ég sagði við Lampard að ég myndi semja við Tottenham því Jose Mourinho vildi fá mig. Að lokum hefði það verið mjög erfitt því ég spilaði með Arsenal.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref