fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
433Sport

EM-torgið snýr aftur í sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 17:08

Tólfan í ham á Ingólfstorgi árið 2016. Mynd: Eyþór.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður EM-Torg á Ingólfstorgi í sumar þar sem hægt verður að horfa á leiki kvennalandsliðsins á mótinu. Knattspyrnusamband Íslands segir frá þessu.

EM hefst á morgun en Ísland hefur leik á sunnudag.

Flestir leikir mótsins verða sýndir á risaskjá á Ingólfstorgi í bestu hljóðgæðum, þar á meðal allir leikir Íslands.

Rás 2 verður einnig á svæðinu með beinar útsendingar og umfjallanir.

Opinberir styrktaraðilar EM-torgsins eru Icelandair, Coca-Cola, Landsbankinn og N1. Fyrirtækin eru einnig bakhjarlar KSÍ. Reykjavíkurborg kemur þá einnig að hátíðarhöldunum á torginu.

Allir eru hvattir til að mæta og upplifa stemninguna.

Leikir Íslands í riðlakeppninni
Sunnudaginn 10. júlí Belgía – Ísland kl. 16.00
Fimmtudaginn 14. júlí Ítalía – Ísland kl. 16.00
Mánudaginn 18. júlí Ísland – Frakkland kl. 19.00

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ivana sást um helgina og er nær óþekkjanleg – Sjáðu breytt útlit hennar

Ivana sást um helgina og er nær óþekkjanleg – Sjáðu breytt útlit hennar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Setja sig í samband við Manchester United

Setja sig í samband við Manchester United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arsenal sendir fyrirspurn til Real Madrid

Arsenal sendir fyrirspurn til Real Madrid
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

City ætlar að setja allt í botn til að fá Gibbs-White

City ætlar að setja allt í botn til að fá Gibbs-White