fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Mjólkurbikarinn: Tveir skoruðu þrennu er Víkingur burstaði Selfoss

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 28. júní 2022 21:37

Helgi hér til vinstri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Selfoss 0 – 6 Víkingur R.
0-1 Helgi Guðjónsson (’10)
0-2 Helgi Guðjónsson (’35)
0-3 Helgi Guðjónsson (’55, víti)
0-4 Logi Tómasson (’61)
0-5 Logi Tómasson (’63)
0-6 Logi Tómasson (’83)

Víkingur Reykjavík er búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla eftir leik við Selfoss í kvöld.

Bikarmeistararnir voru taldir sigurstranglegri fyrir leikinn sem fór fram í blíðunni á Selfossi.

Tvöfaldir meistarar Víkings voru mun sterkari aðilinn og áttu fyllilega skilið að fara áfram en liðið vann 5-0 sigur.

Helgi Guðjónsson skoraði tvennu í fyrri hálfleik fyrir Víkinga og bætti við sínu þriðja marki úr vítaspyrnu í byrjun seinni hálfleiks.

Aron Darri Auðunsson fékk að sama skapi rautt spjald fyrir að brjóta innan teigs og Selfyssingar orðnir tíu.

Logi Tómasson gerði svo slíkt hið sama og Helgi og skoraði þrennu áður en leiknum lauk og frábær 6-0 sigur Víkinga staðreynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti
433Sport
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Í gær

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Í gær

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina