fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
433Sport

Eiður Smári fór yfir „frábæran“ menntaskólaferil – „Ég var bara þarna“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. júní 2022 22:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen fór yfir víðan völl í hlaðvarpsþættinum Fimleikafélagið á dögunum.

Þessi goðsögn í íslenskri knattspyrnu er nýtekin við sem þjálfari FH. Sigurvin Ólafsson verður honum til aðstoðar.

Á einum tímapunkti í viðtalinu barst talið að framhaldsskólagöngu Eiðs Smára. Eiður fór í Menntaskólann við Sund en dvölin varði ekki lengi.

„Minn menntaskólaferill er frábær,“ sagði Eiður léttur í bragði. Hann hélt áfram. „Ég endaði á að fara í MS. Ég var þar í svona sex vikur, vitandi að ég væri að fara að skrifa undir atvinnumannasamning í Hollandi. Ég lærði ekki mikið, ég var bara þarna,“ sagði Eiður. Hann skrifaði undir hjá PSV eftir stutta dvöl í framhaldsskóla.

Eiður sagði í viðtalinu að einbeiting hans þennan stutta tíma í framhaldsskóla hafi ekki farið á námið sjálft. „Þetta var meira bara til að vera ekki heima sofandi eða hafa ekkert að gera. Ég lagði meiri áhuga í frímínútur og hádegismat heldur en skólastofuna.“

Næsti leikur Eiðs Smára og hans lærisveina í FH er á mánudag gegn Stjörnunni í Bestu deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kaupir ekki útskýringar um fjarveru Viðars – „Þetta er bara bullshit“

Kaupir ekki útskýringar um fjarveru Viðars – „Þetta er bara bullshit“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nokkrar staðreyndir fyrir stórleikinn í Kópavoginum – Valur í brekku en miðað við síðustu leiki verður þetta ekki niðurstaðan

Nokkrar staðreyndir fyrir stórleikinn í Kópavoginum – Valur í brekku en miðað við síðustu leiki verður þetta ekki niðurstaðan
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ætlar að ræða við forseta félagsins – Vill ekki senda Messinho til Englands

Ætlar að ræða við forseta félagsins – Vill ekki senda Messinho til Englands
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ferð með Alberti og Gumma Ben seldist á meira en fimm milljónir

Ferð með Alberti og Gumma Ben seldist á meira en fimm milljónir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Heimsfrægi hjartaknúsarinn hellti vel í sig um helgina – ,,Passaðu röddina!“

Heimsfrægi hjartaknúsarinn hellti vel í sig um helgina – ,,Passaðu röddina!“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag orðaður við óvænt starf í sumar

Ten Hag orðaður við óvænt starf í sumar