fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Segir að fólk verði að hafa sínar skoðanir á brottrekstrinum en fagnar komu Eiðs Smára

433
Fimmtudaginn 23. júní 2022 08:40

Eiður Smári og FH-ingar eru í veseni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnumála hjá FH segir að það hafi verið mjög erfitt að setjast niður með Ólafi Jóhannessyni og reka hann úr starfi þjálfar. Davíð ræðir við Fréttablaðið um málið.

„Þetta var hrikalega erfitt, ég get aldrei þakkað Óla nógu mikið fyrir það sem hann gerði fyrir mig sem leikmaður. Þetta var erfið ákvörðun sama hvernig maður lítur á hana. Þetta eru tveir algjörir toppmenn, þetta snýst um úrslit og þetta snýst um að snúa gengi liðsins við. Við töldum rétt að nýir menn kæmu inn með ferskar hugmyndir og reyndu að hífa okkur upp töfluna,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, við Fréttablaðið.

Ólafur og Sigurbjörn Hreiðarsson voru reknir í síðustu viku en við þeirra starfi tóku Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurvin Ólafsson.

Mynd:Skjáskot

FH-ingar hafa verið gagnrýndir fyrir tímasetningu á brottreksti Ólafs beint eftir leik gegn Leikni í síðustu viku. „Ákvörðunin var tekin sama kvöld en það var ekki farið beint niður í klefa og farið í þetta, við funduðum eftir leikinn og komumst að þessari niðurstöðu. Svo má hafa skoðun á því hvort það hefði verið betra að gera þetta daginn eftir, þetta var sú tímasetning sem við ákváðum að gera hana á. Við töldum þetta rétta ákvörðun og svo verður fólk bara að hafa sínar skoðanir,“ segir Davíð.

Davíð fagnar endurkomu Eiðs Smára til FH en hann stýrði liðinu fyrir tveimur árum. „Við erum hæstánægðir og teljum okkur hafa fundið mjög gott teymi í þeim tveimur. Þegar þessi ákvörðun var tekin, þá lá það beinast við að heyra í Eiði Smára og sjá hvar hans hugur væri. Honum leið vel hérna fyrir tveimur árum og sýndi hversu frambærilegur þjálfari hann er. Eiður var sá maður sem við vildum fá inn, það var ánægjulegt að það skyldi hafa tekist að sannfæra hann um að koma aftur,“ segir Davíð Þór við Fréttablaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tekur við Real Madrid í sumar

Tekur við Real Madrid í sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dortmund reynir að fá Bellingham

Dortmund reynir að fá Bellingham
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna
433Sport
Í gær

Norðmennirnir héldu vöku fyrir stjörnunum í nótt – Myndband

Norðmennirnir héldu vöku fyrir stjörnunum í nótt – Myndband
433Sport
Í gær

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni