fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Tottenham staðfestir kaupin á Bissouma

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 17. júní 2022 16:23

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðjumaðurinn Yves Bissouma er genginn til liðs við Tottenham. Félagið hefur staðfest þetta.

Bissouma kemur til Tottenham frá Brighton, þar sem leikmaðurinn hefur spilað frá því 2018.

Tottenham borgar Brighton tæpar 25 milljónir punda fyrir hinn 25 ára gamla Bissouma. Sú upphæð gæti svo hækkað með greiðslum síðar meir.

Á síðustu leiktíð lék Bissouma 26 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Í þeim skoraði hann eitt mark og lagði upp tvö.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur