fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Darwin Nunez var nálægt því að fara til Englands í fyrra

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 17. júní 2022 20:30

Darwin Nunez

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Darwin Nunez gekk á dögunum í raðir Liverpool frá Benfica fyrir 75 milljónir evra.

Hinn 22 ára gamli Nunez raðaði inn mörkunum fyrir Benfica á síðustu leiktíð, skoraði 34 mörk í 41 leik.

Fyrir ári síðan var Úrúgvæinn hins vegar nálægt því að fara til allt annars félags.

Samkvæmt fjölmiðlum í Portúgal var Brighton þá nálægt því að krækja í leikmanninn.

Félagið hafði gríðarlegan áhuga á Nunez en Benfica hafði ekki áhuga á að selja á þeim tímapunkti.

Sem betur fer fyrir Benfica beið félagið í eitt ár til viðbótar. Það er ljóst að upphæðin sem Portúgalirnir hefðu fengið fyrir hann í fyrra hefði verið mun lægri en þær 75 milljónir evra sem Liverpool borgar fyrir Nunez.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur