fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Henderson sagður hafa samið við nýliða

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. júní 2022 08:46

Dean Henderson. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dean Henderson, markvörður Manchester United, er sagður hafa samið um persónuleg kjör við nýliða Nottingham Forest.

Þá kemur einnig fram að Forest vilji fá Henderson á láni í eina leiktíð með möguleika á að kaupa hann svo fyrir 20 milljónir punda að henni lokinni.

Henderson er varamarkvörður á Old Trafford á eftir David De Gea. Hann hefur veitt Spánverjanum samkeppni undanfarin tvö tímabil.

Tímabilið þar áður lék Henderson með Sheffield United og stóð sig frábærlega.

Brice Samba, sem stóð í marki Forest á síðustu leiktíð og hjálpaði liðinu að komast upp úr B-deildinni, er á förum. Hann er sterklega orðaður við Lens í Frakklandi.

Því vantar Forest markvörð. Þar gæti Henderson reynst afar álitlegur kostur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum