fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Messi sneri aftur til Barcelona

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 15. júní 2022 17:00

Þegar allt lék í lyndi / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Argentínska knattspyrnugoðsögnin Lionel Messi, leikmaður Paris Saint-Germain sneri aftur til Barcelona í sumarfrí með fjölskyldu sinni og fékk sannarlega góðar móttökur frá stuðningsmönnum Barcelona þegar komið var á flugvöllinn.

Messi er í guðatölu hjá stuðningsmönnum liðsins eftir tíma sinn hjá Barcelona þar sem hann vann allt sem hægt var að vinna. Hann gekk síðan til liðs við Paris Saint-Germain fyrir nýafstaðið tímabil og hleður nú batteríin fyrir komandi átök næsta tímabils.

Það er því varla til betri staður fyrir Messi til þess að slaka á en í Barcelona, umhverfi sem hann nýtur sín í og á góðar minningar frá.

Leikmaðurinn er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar en hann var hins vegar mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með Paris Saint-Germain á síðasta tímabili.

Alls spilaði hann 34 leiki fyrir PSG, skoraði 11 mörk og gaf 15 stoðsendingar. Tímabilið áður spilaði Messi 47 leiki fyrir Barcelona, skoraði 38 mörk og gaf 14 stoðsendingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember
433Sport
Í gær

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Í gær

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög