fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Skilaboðin hafi ekki ratað á rétta staði þegar Blikar voru valdir í landsliðið

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. júní 2022 15:00

Damir Muminovic. Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik telur að betur hefði mátt standa að samskiptum þegar A-landslið karla valdi þrjá leikmenn Breiðabliks í verkefni gegn San Marínó í gær. Frá þessu var sagt í hlaðvarpsþættinum Þugnavigtin og Ólafur Kristjánsson yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik staðfestir svo við 433.is.

Þeir Jason Daði Svanþórsson, Damir Muminovic og Höskuldur Gunnlaugsson voru allir valdir í A-landsliðið fyrir æfingaleikinn í gær. Allir þrír komu inn sem varamenn. Ísland vann þar 1-0 sigur.

„Það var haft samband við leikmenn sem voru valdir í þennan hóp úr Bestu deildinni 23:45 á mánudagskvöldið. Það var tekið samtal, Breiðablik var ekki látið vita. Það er slíkur amatörismi í Laugardalnum að það var ekki haft sambandið við félagið,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni.

Ólafur Kristjánsson segir í samtali við 433.is að samskipti hafi átt sér stað en standa hefði mátt betur að málum. „Það var hringt í Óskar (þjálfara Breiðabliks) seint á mánudagskvöldið, hvort það væri ekki í lagi að þeir færu út. Hann sagði að það væri allt í lagi, það sem vantaði inn í jöfnuna var að senda póst á mig eða Eystein (Framkvæmdarstjóra) að þeir færu út á þriðjudegi og kæmu heim á föstudegi. Ég sendi á Klöru (Framkvæmdarstjóra KSÍ) að það væri eðlilegt að senda á klúbbinn líka. Það er búið að klára þetta mál,“ sagði Ólafur.

Kristján Óli heldur því fram í þætti sínum að einum leikmanni Breiðabliks hafi verið lofað að hann myndi byrja leikinn af Arnari Viðarssyni landsliðsþjálfara. „Einn af þessum leikmönnum í Breiðablik þurfti að meta hvort hann ætti að gefa kost á sér í verkefnið. Hann tók samtalið við Arnar, hann lofaði honum að hann myndi byrja leikinn. Þess vegna væri hann að taka hann með út, sá spilaði fjórar eða fimm mínútur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“