Það var ekki mikið óvænt sem gerðist í Mjólkurbikar kvenna í kvöld er fjögur lið tryggðu sér sæti í undanúrslitum.
Valur var mun sigurstranglegri aðilinn fyrir leik gegn KR og hafði betur sannfærandi 3-0 heima.
Jasmín Erla Ingadóttir átti stórleik fyrir Stjörnuna sem spilaði við ÍBV. Stjarnan vann 4-1 útisigur og skoraði Jasmín þrennu.
Breiðablik vann þá Þrótt 2-1 á heimavelli og fór Selfoss illa með Þór/KA og vann 4-1 á Selfossi.
Brenna Lovera átti þar frábæran leik fyrir Selfyssinga sem lentu 1-0 undir en hún gerði sér lítið fyrir og skoraði einnig þrjú mörk.
Valur 3 – 0 KR
1-0 Ásdís Karen Halldórsdóttir
2-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir
3-0 Mist Edvardsdóttir
ÍBV 1 – 4 Stjarnan
0-1 Jasmín Erla Ingadóttir
0-2 Gyða Kristín Gunnarsdóttir
0-3 Jasmín Erla Ingadóttir
1-3 Haley Marie Thomas
1-4 Jasmín Erla Ingadóttir
Breiðablik 3 – 1 Þróttur R.
1-0 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
2-0 Hildur Antonsdóttir
2-1 Katla Tryggvadóttir(víti)
3-1 Hildur Antonsdóttir
Selfoss 4 – 1 Þór/KA
0-1 Margrét Árnadóttir
1-1 Brenna Lovera
2-1 Brenna Lovera
3-1 Barbára Sól Gísladóttir
4-1 Brenna Lovera