Chelsea er að skoða það að gera tilboð í Raheem Sterling sóknarmann Manchester City. Frá þessu segir Daily Telegraph.
Stærstu félög Evrópu virðast meðvituð um það að Sterling sé klár í að fara frá City í sumar.
Sóknarmaðurinn á bara ár eftir af samningi sínum og hefur ekki náð samkomulagi við City um nýjan samning.
Chelsea hefur sýnt mestan áhuga en Real Madrid hefur einnig skoðað málið samkvæmt Telegraph.
Sterling er ekki eini kosturinn á borði Chelsea því samkvæmt Telegraph skoðar félagið líka þá Ousmane Dembele, Christopher Nkunku og Robert Lewandowski.
Þá segir Telegraph að Chelsea hafi verið boðið að kaupa Gabriel Jesus sóknarmann City.
Sterling er 27 ára gamall og hefur reynst City afar vel en hann lék áður með Liverpool. Nú gæti svo farið að hann gangi í raðir Chelsea.