Darwin Nunez hefur samþykkt þau laun sem Liverpool bauðst til að borga honum. Frá þessu segja áreiðanlegir miðlar í Bretlandi.
Nunez hefur samþykkt fimm ára samning við Liverpool en kaupin virðast nánast í höfn.
Samkvæmt fréttum í Portúgal hefur Liverpool nú þegar boðið 85 milljónir punda í þennan frábæra sóknarmann.
Nunez er 22 ára gamall sóknarmaður frá Úrúgvæ en hann hefur raðað inn mörkum í Portúgal.
Jurgen Klopp er að stokka upp í sóknarleik sínum en Sadio Mane er á förum og fer líklega til FC Bayern. Nunez yrði dýrasti leikmaður í sögu Liverpool ef rétt reynist.
Nunez hefur raðað inn mörkum og verið á lista margra liða en hann var meðal ananrs orðaður við Manchester United.