fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Börkur og Heimir svara ekki í símann

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. júní 2022 14:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börkur Edvardsson formaður knattspyrnudeildar Vals hefur ekki viljað svara í símann frá því að farið var að ræða um þjálfaramál hjá meistaraflokki karla.

Börkur var staddur erlendis í síðustu viku þegar byrjað var að ræða um framtíð Heimis Guðjónssonar sem þjálfara liðsins.

Eftir að Börkur snéri aftur til landsins hefur hann ekki svarað ítrekuðum símtölum 433.is. Elvar Geir Magnússon ritstjóri Fótbolta.net hafði sömu sögu að segja í útvarpsþætti Fótbolta.net á X977 síðustu helgi.

©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Heimir Guðjónsson þjálfari liðsins hefur heldur ekki tekið upp tólið í að verða tvær vikur. Blaðamaður hefur ítrekað hringt í bæði Börk og Heimi til að ræða stöðu mála hjá Val, prófað hefur verið að hringja úr hinum ýmsu símanúmerum til að reyna að leita svara.

Valur hefur tapað fjórum leikjum í röð í deild og bikar og er liðið ellefu stigum á eftir toppliði Breiðabliks eftir átta umferðir.

Óvíst er hvers vegna Börkur og Heimir verjast frétta en framtíð þjálfarans er á milli tannana á fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík
433Sport
Í gær

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu
433Sport
Í gær

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló