FC Bayern er að undirbúa sitt annað tilboð í Sadio Mane en Liverpool hafnaði fyrsta tilboðinu í þennan magnaða leikmann.
Bayern bauð 21 milljón punda til að byrja með og 4,6 milljónir punda í bónusa.
Því tilboði hafnaði Liverpool en Mane vill fara frá Liverpool nú þegar aðeins ár er eftir af samningi hans.
Nú er sagt að Bayern undirbúi 30 milljóna punda tilboð í Mane sem er þrítugur sóknarmaður.
Bayern leggur mikla áherslu á að krækja í Mane í sumar en hann hefur verið jafn besti leikmaður Liverpool síðustu sex árin