Kalvin Philips, leikmaður Leeds United og enska landsliðsins, fór meiddur af velli í leik Englands og Þýskalands sem eigast við í Þjóðadeildinni í kvöld. Markalaust er þegar 20 mínútur eru liðnar af leiknum.
Liðin höfðu spilað í minna en korter þegar Philips settist í grasið. Philips glímdi við meiðsli á síðustu leiktíð og kom aðeins við sögu í 20 úrvalsdeildarleikjum en hafði verið fastamaður í liði Leeds fram að því.
Englendingurinn hefur verið orðaður við Manchester City og Liverpool að undanförnu en meiðsli gætu sett strik í reikninginn þegar kemur að framtíð hans í sumar.