fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Áhorfendamet slegið í stórleik kvenna í Noregi á morgun

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 4. júní 2022 19:41

Ingibjörg Sigurðardóttir í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir átta þúsund miðar hafa selst á toppslag Våleranga og Brann í norsku efstu deild kvenna sem fram fer á morgun.

Íslensku landsliðskonurnar Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir verða að öllum líkindum með í leiknum en Berglind spilar með Brann og Ingibjörg spilar með Våleranga. Svava Rós Guðmundsdóttir er einnig á mála hjá Brann en hún er að glíma við meiðsli.

Brann situr á toppi deildarinnar með 34 stig en liðið hefur unnið ellefu leiki og gert eitt jafntefli í fyrstu tólf leikjum sínum á tímabilinu. Ingibjörg og stöllur í Våleranga fylgja fast á eftir með 29 stig og geta saxað á forskot Brann með sigri á morgun. Brann á þó leik til góða.

Leikurinn fer fram á Brann Stadion vellinum klukkan 14:00 að íslenskum tíma. Áhorfendametið á leik í norsku efstu deild kvenna var áður rúmlega 3.500 manns en það verður slegið og gott betur á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar