fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Til í að þéna hátt í 500 milljónum minna til að komast aftur heim – Þetta setur strik í reikninginn

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. júní 2022 18:15

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Belgíski framherjinn Romelu Lukaku vill ólmur komast frá Chelsea og aftur til Inter eftir vonbriðgi á Englandi á síðustu leiktíð.

Lukaku gekk til liðs við Chelsea í annað sinn á ferlinum frá Inter síðasta sumar. Þessum 29 ára gamla leikmanni tókst aðeins að skora átta mörk í ensku úrvalsdeildinni og átti ekki fast sæti í liðinu þegar leið á tímabilið.

Samkvæmt frétt Mirror í dag er Lukaku til í að taka á sig mikla launalækkun til að komast aftur til Ítalíu.

Í samningi sínum hjá Inter þénaði Lukaku um 6,4 milljónir punda á ári. Hann þénaði um þremur milljónum punda meira en það eftir skatt hjá Chelsea. Belginn er sagður glaður vilja fara aftur á sömu laun og hann var með hjá Inter, fái hann að fara aftur til ítalska félagsins.

Það er þó eitt sem setur babb í bátinn fyrir Inter. Félagið á í miklum fjárhagserfiðleikum og á ekki efni á að kaupa Lukaku endanlega aftur til sín í sumar. Hann þyrfti að koma á láni. Lukaku á fjögur ár eftir af samningi sínum á Stamford Bridge.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fékk óvæntar 133 milljónir endurgreiddar frá skattinum

Fékk óvæntar 133 milljónir endurgreiddar frá skattinum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“
433Sport
Í gær

Verðlaunaði sig með kínverskum mat

Verðlaunaði sig með kínverskum mat
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær