fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Rúrik segir vinnubrögð KSÍ ekki nógu fagmannleg – ,,Maður fékk alltaf símtal frá sambandinu“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 2. júní 2022 18:36

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason og Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðs- og atvinnumenn í knattspyrnu eru sérfræðingar Viaplay í kringum leiki Íslands í Þjóðadeild UEFA og þeir voru mættir í settið í kvöld fyrir leik Ísraels og Íslands.

Þar bar á góma frétt Fréttablaðsins frá því fyrr í vikunni þar sem greint var frá því að nokkrir leikmenn í núverandi landsliðshópi hafi frétt af því að þeir yrðu hluti af landsliðinu í yfirstandandi verkefnum með öðrum leiðum en frá KSÍ.

Kári og Rúrik voru spurðir að því í setti hvernig þessum málum hefði verið háttað þegar að þeir voru í landsliðinu.

,,Það vissu flestir hverjir voru í hópnum á þessum tíma,“ sagði Kári um tímann sem hann var í landsliðinu ,,en það voru 2-3 nöfn sem voru ekki vissir hvort þeir yrðu í landsliðshópnum en þeir voru alltaf látnir vita með samskiptum frá einhverjum innan KSÍ.“

Rúrik tók undir þetta hjá Kára. ,,Stutta svarið við þessu er já. Maður fékk alltaf símtal frá sambandinu. Ég velti því fyrir mér hvort að þetta sé áhugaleysi eða metnaðarleysi sem veldur því að leikmenn frétta af valinu frá vinum og vandamönnum.“

,,Ég velti því hvað velur að leikmenn fái ekki að vita af landsliðsvali frá þjálfara eða KSÍ. Þetta er ekki nógu fagmannlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fékk óvæntar 133 milljónir endurgreiddar frá skattinum

Fékk óvæntar 133 milljónir endurgreiddar frá skattinum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“
433Sport
Í gær

Verðlaunaði sig með kínverskum mat

Verðlaunaði sig með kínverskum mat
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær