fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Þórhallur hjólar í Arnar Þór: „Þú ert að grínast, er það ekki?“

433
Miðvikudaginn 1. júní 2022 15:30

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhallur Dan Jóhannsson fyrrum knattspyrnumaður fer ófögrum orðum um Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun sem Valtýr Björn Valtýsson heldur úti.

Valtýr Björn vitnaði í frétt Fréttablaðsins í vikunni þar sem sagt var frá því að nokkrir leikmenn landsliðsins hefðu lesið um það á netinu að þeir væru í landsliðshópnum.

,,Þú ert að grínast, er það ekki? Þetta er bara svona?,“ sagði Þórhallur en Fótbolti.net vitnaði fyrst til um.

Meira:
Samskipti sögð ábótavant – Lásu um það á netinu að Arnar vildi nota þá

Þórhallur segir að slík vinnubrögð gefi ekki góð fyrirheit. „Hve lengi ætlar KSÍ að gefa þessu séns á meðan þetta er ekki að virka? Þegar að maður heyrir að leikmenn í A-landsliðinu fái að frétta það á fréttamiðlum að þeir séu valdir og að þjálfarar séu í sáralitlum samskiptum við leikmenn sína, það veit ekki á gott. Því miður. Ef það er staðan þá verður ekki mikið að frétta í þessu landsliði á komandi mánuðum,“ bætti Þórhallur

Þórhallur segist svo hafa heyrt ýmislegt um framkomu í garð eldri leikmanna sem flestir hafa ekki mátt eða ekki viljað mæta í síðustu verkefni landsliðsins.

„Núna veit ég það ekki, ég er bara að velta því fyrir mér. Ég er búinn að heyra ýmislegt varðandi framkomu núverandi þjálfara við eldri leikmenn sem voru í hópnum… það getur vel verið að leikmennirnir vilji ekki spila fyrir hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona
433Sport
Í gær

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG