fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Heimir óttast það ekki að verða rekinn á næstu dögum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 27. maí 2022 08:50

Samkvæmt öllu er Heimir að taka við sem þjálfari FH ©Anton Brink 2021

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Guðjónsson þjálfari Vals hefur ekki áhyggjur af því að verða rekinn úr starfi. Þetta sagði Heimir á RÚV eftir slæmt tap gegn Breiðablik í bikarnum í gær.

Um er að ræða þriðja tap Vals í röð í öllum keppnum en eftir fína byrjun á sumrinu hefur þetta dýrasta lið deildarinnar hikstað hressilega.

„Nei, það er ekkert sem ég hef áhyggjur af, ég er bara ráðinn í vinnu og það eina sem ég er hræddur við í fótbolta er ég sjálfur þannig ég er ekkert að spá í það,“ sagði Heimir.

Heimir fékk mikið traust frá stjórn Vals síðasta haust þegar liðið átti mjög erfitt sumar. Nú reynir á það traust.

„Við vissum það þegar mótið byrjaði að við erum með nýtt lið og þetta gæti tekið einhvern tíma. Reyndar hefur mótlætið verið aðeins meira en við kannski reiknuðum með. Við verðum bara að standa saman og snúa saman bökum og halda áfram. Það er jákvætt fyrir okkur að við erum að fá leikmenn úr meiðslum og það þýðir ekkert að henda inn hvíta handklæðinu,“ bætti Heimir við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Í gær

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“
433Sport
Í gær

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar
433Sport
Í gær

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu
433Sport
Í gær

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum