fbpx
Föstudagur 05.september 2025
433Sport

Heimir óttast það ekki að verða rekinn á næstu dögum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 27. maí 2022 08:50

Samkvæmt öllu er Heimir að taka við sem þjálfari FH ©Anton Brink 2021

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Guðjónsson þjálfari Vals hefur ekki áhyggjur af því að verða rekinn úr starfi. Þetta sagði Heimir á RÚV eftir slæmt tap gegn Breiðablik í bikarnum í gær.

Um er að ræða þriðja tap Vals í röð í öllum keppnum en eftir fína byrjun á sumrinu hefur þetta dýrasta lið deildarinnar hikstað hressilega.

„Nei, það er ekkert sem ég hef áhyggjur af, ég er bara ráðinn í vinnu og það eina sem ég er hræddur við í fótbolta er ég sjálfur þannig ég er ekkert að spá í það,“ sagði Heimir.

Heimir fékk mikið traust frá stjórn Vals síðasta haust þegar liðið átti mjög erfitt sumar. Nú reynir á það traust.

„Við vissum það þegar mótið byrjaði að við erum með nýtt lið og þetta gæti tekið einhvern tíma. Reyndar hefur mótlætið verið aðeins meira en við kannski reiknuðum með. Við verðum bara að standa saman og snúa saman bökum og halda áfram. Það er jákvætt fyrir okkur að við erum að fá leikmenn úr meiðslum og það þýðir ekkert að henda inn hvíta handklæðinu,“ bætti Heimir við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vill að Neymar erfi 140 milljarða sem hann skilur eftir – Lést á dögunum og málið er á borði yfirvalda

Vill að Neymar erfi 140 milljarða sem hann skilur eftir – Lést á dögunum og málið er á borði yfirvalda
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vill komast aftur í enska landsliðið – Var síðast með í Reykjavík en var rekinn heim

Vill komast aftur í enska landsliðið – Var síðast með í Reykjavík en var rekinn heim
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Harmsaga í leit að greiningu veikinda og gafst nánast upp í samtali við eiginkonuna – „Ég vil bara deyja. Ég vil ekki vera byrði“

Harmsaga í leit að greiningu veikinda og gafst nánast upp í samtali við eiginkonuna – „Ég vil bara deyja. Ég vil ekki vera byrði“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslensku drengirnir töpuðu fyrsta leiknum

Íslensku drengirnir töpuðu fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óvænt tíðindi frá Tottenham – Daniel Levy hætti störfum í dag

Óvænt tíðindi frá Tottenham – Daniel Levy hætti störfum í dag
433Sport
Í gær

Arnari aldrei liðið eins vel með leikmannahóp – „Æfingarnar eru búnar að vera stórkostlegar“

Arnari aldrei liðið eins vel með leikmannahóp – „Æfingarnar eru búnar að vera stórkostlegar“
433Sport
Í gær

Arnar búinn að velja – „Andskotinn hafi það, það má alveg hrista upp í þessu“

Arnar búinn að velja – „Andskotinn hafi það, það má alveg hrista upp í þessu“