fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
433Sport

Ten Hag tjáir sig um stöðu Ronaldo í sínum áætlunum – Leikmaður í útlegð gæti fengið ferskt upphaf

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 11:00

Samsett mynd / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo, leikmaður liðsins passi inn í sínar áætlanir og hugmyndafræði hjá félaginu nú þegar tekur við uppbyggingarskeið. Þá segir hann að innkoma nýrra leikmanna sé mikilvægur hluti af þeim áætlunum.

Ten Hag sat í gær sinn fyrsta blaðamannafund sem knattspyrnustjóri Manchester United og var þá spurður út í framtíð Ronaldo hjá félaginu og hvort hann passi inn í áætlanir hans hjá félaginu.

,,Að sjálfsögðu,“ var svar Ten Hag sem var síðan spurður hvort það væri lykilatriði fyrir hann og félagið að fá inn nýja leikmenn yfir sumarið. ,,Já það er rétt. Innkoma nýrra leikmanna er mikilvægur hluti í þessu.“

Ronaldo gekk til liðs við Manchester United á ný fyrir nýafstaðið tímabil. Ekki voru allir á eitt sammála hvort innkoma hans hefði verið góð fyrir leikstíl Manchester United en eitt verður ekki tekið af honum og það er sú staðreynd að hann var markahæsti leikmaður liðsins áf tímabilinu.

Þessi vinsæli knattspyrnumaður á eitt ár eftir á samningi sínum við United og hefur yfir tímabilið oft verið orðaður við brottför frá félaginu. Hins vegar er nú talið líklegasta niðustaðan að hann verði áfram í Manchesterborg.

Þá gæti tilkoma Ten Hag hjá Manchester United markað nýtt upphafi hjá Donny van de Beek hjá félaginu en tækifæri hans hafa verið af skornum skammti síðan að hann gekk til liðs við félagið frá Ajax á sínum tíma þar sem að hann spilaði akkúrat undir stjórn Ten Hag.

,,Ég á í mjög góðu sambandi við hann og ég hlakka til að hitta hann aftur á vellinum.“

Donny van de Beek í leik með Manchester United. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arnar sendir sneið á sérfræðinga – „Þetta er bara bull í raun og veru“

Arnar sendir sneið á sérfræðinga – „Þetta er bara bull í raun og veru“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt hafa reynt og reynt við Donnarumma án árangurs

United sagt hafa reynt og reynt við Donnarumma án árangurs
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Jón Dagur: „Þetta er í raun ekki boðlegt“

Jón Dagur: „Þetta er í raun ekki boðlegt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Guðlaugur Victor brattur í bongó blíðu – „Ég ætla að fullyrða það“

Guðlaugur Victor brattur í bongó blíðu – „Ég ætla að fullyrða það“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Strákarnir lofsyngja „nýja“ Laugardalsvöll

Strákarnir lofsyngja „nýja“ Laugardalsvöll
433Sport
Í gær

Eldræða Gumma Ben: „Hvað í andskotanum er að ef þeir geta ekki drullast til þess?“

Eldræða Gumma Ben: „Hvað í andskotanum er að ef þeir geta ekki drullast til þess?“
433Sport
Í gær

Svimandi há laun Ten Hag fyrir nokkra mánuði í Þýskalandi

Svimandi há laun Ten Hag fyrir nokkra mánuði í Þýskalandi
433Sport
Í gær

Birkir verður heiðraður á föstudag

Birkir verður heiðraður á föstudag