Pisa er komið í úrslitaleik umspilsins í ítölsku B-deildinni og því einum leik frá sæti í Serie A. Þetta varð ljóst eftir 1-0 sigru liðsins á Benevento í undanrúrslitum í dag. Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í vörn Pisa. Liðið mætir annað hvort Monza eða Pisa í úrslitaleiknum.
Í Noregi kom Hólmbert Aron Friðjónsson inn á sem varamaður og spilaði tæpan hálftíma í 1-4 sigri Lilleström gegn Sandefjörd. Lilleström er á toppi úrvalsdeildarinnar með 20 stig eftir átta leiki.
Í Rússlandi kvaddi Hörður Björgvin Magnússon CSKA Moskvu með 4-0 sigri á Rostov. Hann yfirgefur félagið þegar samningur hans rennur út í sumar. CSKA hafnar í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar.
Loks lék Daníel Leó Grétarsson síðustu tíu mínúturnar eða svo í 3-4 tapi Slask Wroclaw í 3-4 tapi gegn Gornik Zabrze í pólsku úrvalsdeildinni. Lið hans hafnar í fimmtánda sæti deildarinnar og sleppur við fall.