Lokaumferðin í Ligue 1 í Frakklandi fór fram í kvöld.
Paris Saint-Germain tók á móti Metz og vann stórsigur, 5-0. Kylian Mbappe fagnaði nýjum risasamningi með þrennu. Þá kvaddi Angel Di Maria París með einu marki. Neymar gerði einnig eitt.
PSG var löngu orðið meistari og lýkur keppni með 15 stiga forskot á toppi deildarinnar.
Marseille fylgir PSG í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eftir sigur á Strasbourg í dag og þarf Monaco því að fara í forkeppni hennar.
Rennes fer í Evrópudeildina og Nice í Sambandsdeildina.
Bordeaux og Metz falla úr deildinni og Saint Etienne fer í umspil um að halda sér uppi.