fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Aðeins 19,5% líkur á að Liverpool verði meistari – Yfirgnæfandi líkur á að Leeds falli

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 21. maí 2022 10:45

Manchester City er ríkjandi Englandsmeistari. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

OPTA hefur birt hvaða útkoma er líklegust fyrir hvert lið í ensku úrvalsdeildinni fyrir lokaumferðina á morgun.

Mikil spenna er fyrir lokaumferðina þar sem barist verður á öllum vígstöðum, um Englandsmeistaratitilinn, Meistaradeildarsæti, Evrópudeildarsæti og um það að halda sæti sínu í deildinni.

Manchester City er á toppi deildarinnar með stigi meira en Liverpool. Liðið mætir Aston Villa á morgun á meðan Liverpool mætir Wolves. OPTA telur 80,5% líkur á að City verji Englandsmeistaratitilinn. Það þýðir að 19,5% líkur eru á að Liverpool verði meistari.

Þá eru 84,3% líkur á að Tottenham hafni í Meistaradeildarsæti. Til þess dugir liðinu jafntefli gegn Norwich á morgun. Það eru því 15,7% líkur á að Arsenal nái Meistaradeildarsæti.

Burnley og Leeds eru í hörkufallbaráttu fyrir lokaumferðina. 84,2% líkur eru á að Leeds falli. Liðið mætir Brentford á útivelli á meðan Burnley tekur á móti Newcastle. Burnley er ofar á markatölu sem stendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Real Madrid er að missa trúna

Real Madrid er að missa trúna
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“
433Sport
Í gær

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki