Sadio Mane hefur undanfarna daga verið orðaður við brottför frá Liverpool í sumar.
Leikmaðurinn er ein af helstu stjörnum liðsins en samningur hans rennur út næsta sumar.
Senegalinn hefur verið sterklega orðaður við þýska stórveldið Bayern Munchen.
Í dag er hins vegar greint frá því að Paris Saint-Germain í Frakklandi sé líklegasti áfangastaður Mane, fari hann frá Liverpool í sumar.
PSG getur boðið Mane rosaleg kjör og það vita fulltrúar leikmannsins. Þess vegna hikar hann við að gera nýjan samning við Liverpool.
TRUE✅ If Sadio Mané will leave @LFC the big favorite for a Transfer is @PSG_inside. the strong interest and high salary at Paris are the reason why he hesitates to sign a new contract at Liverpool @FCBayern #EnglischeWoche pic.twitter.com/lW26HVWBLc
— Christian Falk (@cfbayern) May 18, 2022