Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði tvö mörk fyri Brann í 10-0 sigri liðsins gegn Avaldsnes í norsku úrvalsdeild kvenna í dag.
Brann skaust á toppinn með sigrinum en liðið hefur unnið sjö og gert eitt jafntefli í átta leikjum í ár. Svava Rós skoraði fjórða og sjötta mark Brann á 35. og 51. mínútu.
Hlín Eiríksdóttir lék allan leikinn fyrir Piteå í 2-1 tapi liðsins gegn Vittsjö í sænsku úrvalsdeildinni. Hlín og félagar leiddu 1-0 í hálfleik eftir mark frá Katrinu Guillou. Clara Markstedt jafnaði fyrir heimakonunr á 85. mínútu og skoraði svo sigurmark liðsins á annarri mínútu uppbótartíma.