Cristiano Ronaldo og Sadio Mane eru á meðal þeirra sem ekki koma til greina sem leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni.
Tveir frá Liverpool koma til greina en Kevin de Bruyne og Joao Cancelo koma til greina frá Manchester City.
West Ham og fleiri eiga fulltrúa en Arsenal á einn fulltrúa í Bukayo Saka.
Tilnefndir eru:
Trent Alexander-Arnold (Liverpool)
Jarrod Bowen (West Ham)
Joao Cancelo (Manchester City)
Kevin de Bruyne (Manchester City)
Bukayo Saka (Arsenal)
Mohamed Salah (Liverpool)
Son Heung-min (Tottenham)
James Ward-Prowse (Southampton)