ÍBV tók á móti KR í Bestu deild karla í kvöld.
KR-ingar byrjuðu betur og komust yfir strax á 3. mínútu. Þar var að verki Ægir Jarl Jónasson.
Heimamenn unnu sig inn í leikinn er leið á fyrri hálfleik og eftir tæpan hálftíma leik jöfnuðu þeir þegar Kristinn Jónsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Gestirnir tóku aftur við sér eftir jöfnunarmarkið og uppskáru mark á 42. mínútu. Þá skoraði Kennie Chopart.
Ekki var mikið um opin færi í seinni hálfleik og að lokum sigldi KR 1-2 sigri heim. Í blálokin fékk Atli Hrafn Andrason í liði ÍBV rautt spjald
Þetta var annar sigur Vesturbæjarliðsins á leiktíðinni. Hinn kom gegn Fram í fyrstu umferð. KR er með sjö stig í fimmta sæti eftir fimm leiki.
Eyjamenn eru aðeins með tvö stig eftir jafnmarga leiki.