Cristiano Ronaldo og aðrar stjörnur Manchester United þurfa að taka á sig verulega launalækkun í sumar nú þegar ljóst er að félagið verður ekki í Meistaradeildinni á næsta ári.
Launin hjá flestum munu lækka um 25 prósent á milli tímabili en United verður af miklum tekjum.
Ronaldo sem þénar 385 þúsund pundá viku í dag mun fá 288 þúsund pund á viku á næstu leiktíð. Hann fær því um 22 milljónum minna á viku eða 88 milljónum minna á mánuði.
David De Gea sem þénar 375 þúsund pund á viku og fer niður í 281 þúsund pund á viku nú þegar launin lækka.
Launahæstu leikmenn United eru allir með þessa klásúlu í samningi sínum og þurfa að taka höggið í sumar. Flestir munu þó áfram þéna vel.