Borussia Dortmund hefur gefið Erling Haaland grænt ljós á að klára sín mál við Manchester City. Búist er við að hann skrifi undir í vikunni.
Haaland mun skrifa undir samning við City sem gefur honum 500 þúsund pund á viku.
Dortmund hefur staðfest að félagið hafi gefið Haaland grænt ljós á að klára sín mál, félagið fær 63 milljónir punda fyrir framherjann.
Haaland vill ganga frá öllu í vikunni til þess að geta lokið öllu af fyrir síðasta leik Dortmund í þýsku deildinni um helgina.
Haaland vill fá tækifæri til að kveðja stuðningsmenn félagsins en hann hefur á tveimur og hálfu ári skorað 85 mörk í 88 leikjum.
Haaland fær svo gott sumarfríi áður en hann mætir til æfinga hjá Manchester City í byrjun júlí.