Chelsea er enskur meistari. Þetta er ljóst eftir að lokaumferð ensku Ofurdeildarinnar fór fram í dag.
Chelsea var stigi á undan Arsenal fyrir leiki dagsins og þurfti því aðeins að vinna sinn leik gegn Manchester Untied. Það gerði liðið, 4-2.
Arsenal vann West Ham á sama tíma, 0-2. Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði West Ham í leiknum. Arsenal þarf að sætta sig við annað sætið. West Ham lýkur tímabilinu í sjötta sæti.
Manchester City fylgir Chelsea og Arsenal í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að hafa unnið 0-4 sigur á Reading. Eins og áður sagði tapaði Man Utd á sama tíma og endar í fjórða sæti.
Birmingham fellur svo niður í B-deild. Það var þó ljóst fyrir leiki dagsins.