Dortmund heimsótti Greuther Furth í þýsku Bundesligunni í dag.
Julian Brandt sá til þess að Dortmund leiddi með einu marki í hálfleik en hann skoraði á 26. mínútu.
Jessic Ngankam jafnaði fyrir Greuther Furth á 70. mínútu.
Brandt svaraði hins vegar nánast um hæl með öðru marki sínu. Það var svo Felix Passlack sem innsiglaði 1-3 sigur Dortmund á 77. mínútu.
Dortmund er í öðru sæti deildarinnar með 66 stig, 9 stigum á eftir Bayern sem er þegar orðið meistari. Greuther Furth er fallið fyrir þó nokkru síðan.