Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir tók á móti Fjölni í fyrsta leik liðanna í Lengjudeild kvenna í dag.
Heimakonur leiddu 2-0 í hálfleik eftir mörk frá Linli Tu og Ainhoa Plaz Porcel.
Snemma í seinni hálfleik bætti Bayleigh Ann Chaviers við marki fyrir F/H/L. Tu bætti svo við sínu öðru marki skömmu síðar.
Tu fullkomnaði þrennu sína þegar um tíu mínútur lifðu leiks. Chaviers innsiglaði svo 6-1 sigur F/H/L í lok leiks.