fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Besta deildin: Dramatík er Keflavík sótti sitt fyrsta stig gegn Eyjamönnum

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 7. maí 2022 18:04

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keflavík tók á móti ÍBV í Bestu deild karla í dag og úr varð fjörugur leikur.

Joey Gibbs kom heimamönnum yfir eftir rúmar 20 mínútur. Hann setti boltann í netið eftir fyrirgjöf Nacho Heras.

Eftir hálftíma leik tvöfaldaði Rúnar Þór Sigurgeirsson forystu Keflvíkinga eftir undirbúning Adams Ægis Pálssonar.

Fimm mínútum síðar varð ákveðinn vendipunktur í leiknum þegar Magnús Þór Magnússon, fyrirliði Keflavíkur, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Staðan í hálfleik var 2-0 fyrir tíu leikmenn Keflavíkur.

Snemma í seinni hálfleik slapp Andri Rúnar Bjarnason inn fyrir vörn heimamanna og minnkaði muninn fyrir Eyjamenn. Á 64. mínútu jafnaði ÍBV svo leikinn með laglegu marki frá Telmo Castanheira.

Gestirnir voru svo búnir að snúa leiknum við á 82. mínútu leiksins þegar Sigurður Arnar Magnússon kom boltanum í netið eftir hornspyrnu.

Það stefndi í frábæran endurkomusigur ÍBV en Adam Árni Róbertsson bjargaði stigi fyrir Keflavík í uppbótartíma. Lokatölur 3-3.

ÍBV er í níunda sæti með tvö stig eftir fjóra leiki. Keflavík er á botninum eftir fimm leiki. Þetta var þeirra fyrsta stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur og Víkingur í eldlínu í Evrópu í dag – Bæði lið í góðri stöðu

Valur og Víkingur í eldlínu í Evrópu í dag – Bæði lið í góðri stöðu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Jón Páll ráðinn í þjálfarateymi Víkings

Jón Páll ráðinn í þjálfarateymi Víkings
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona var tölfræði Ekitike á síðustu leiktíð – Færist nær Liverpool

Svona var tölfræði Ekitike á síðustu leiktíð – Færist nær Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal staðfestir kaupin – Er dýrasti leikmaður sögunnar

Arsenal staðfestir kaupin – Er dýrasti leikmaður sögunnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool færist nær því að kaupa Ekitike

Liverpool færist nær því að kaupa Ekitike
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Samningnum rift í Tyrklandi og hann snýr líklega aftur til Englands

Samningnum rift í Tyrklandi og hann snýr líklega aftur til Englands
433Sport
Í gær

Annar vinstri bakvörður mögulega á leið til United

Annar vinstri bakvörður mögulega á leið til United
433Sport
Í gær

Fylkir staðfestir ráðningu á Arnari Grétarssyni

Fylkir staðfestir ráðningu á Arnari Grétarssyni