fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Sjáðu markið – Eriksen kom inn á og skoraði fyrir Dani

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 26. mars 2022 21:43

Christian Eriksen fer að sjálfsögðu með til Katar. (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christian Eriksen var í landsliðshópi Dana í kvöld þegar liðið mætti Hollendingum í vináttuleik.

Þetta var í fyrsta sinn sem Eriksen tók þátt í landsliðsverkefni frá því hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á EM í fyrrasumar. Eriksen, sem leikur með Brentford í ensku úrvalsdeildinni, byrjaði leikinn á bekknum.

Steven Bergwijn kom Hollendingum yfir á 16. mínútu. Jannik Vestergaard jafnaði fyrir Dani fjórum mínútum síðar en Nathan Ake kom Hollandi í 2-1 eftir tæpan hálftíma leik. Memphis Depay skoraði þriðja mark Hollands úr vítaspyrnu á 37. mínútu og staðan 3-1 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Eriksen kom inn af bekknum í hálfleiknum og skoraði með sinni fyrstu snertingu eftir vel útfærða sókn Dana. Eriksen klíndi boltanum í fjærhornið eftir sendingu frá Andreas Skov Olsen.

Danir spiluðu vel í upphafi síðari hálfleiks en það voru Hollendingar sem jóku forystu sína þegar Steven Berwijn kom sínum mönnum í 4-2 á 71. mínútu. Eriksen var nálægt því að bæta við öðru marki sínu stuttu síðar en skot hans hafnaði í stönginni. Lokatölur 4-2 sigur Hollendinga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag