Skemmtilegt myndband af 11 ára gömlum Erling Braut Haaland á fótboltaæfingu með Bryne í heimalandi sínu, Noregi, birtist á Twitter í dag.
Haaland er í dag 21 árs gamall og einn allra eftirsóttasti framherji heims. Hann leikur með Borussia Dortmund en mun fara þaðan í sumar þegar klásúla í samningi hans tekur gildi. Þá geta önnur félög keypt hann á 63 milljónir punda.
Norðmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við Manchester City sem er talið leiða kapphlaupið um leikmanninn.
Á fótboltaæfingunni sem minnst var á hér að ofan var Haaland einmitt í treyju Man City. Hann var með nafn Mario Balotelli, fyrrum leikmanns liðsins, á bakinu.
Faðir Erling Haaland, Alf-Inge, lék með Man City á atvinnumannaferli sínum.
Í mynbandinu hér að neðan má sjá Haaland sína listir sínar.
Erling Haaland aged around 11, Training for his first club (Bryne) wearing a Manchester City jersey with Balotelli on the back. Some things are just meant to be eh ? pic.twitter.com/r4kS7qsAji
— Hugh Murray (@hughmurray1894) March 24, 2022