fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Framtíð Jóns Dags í lausu lofti – Skoðar kosti sína á næstu vikum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 24. mars 2022 14:22

Jón Dagur og Jóhann Berg. Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvíst er hvað Jón Dagur Þorsteinsson landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu gerir í sumar þegar samningur hans við danska liðið AGF er á enda.

AGF hefur boðið Jóni nýjan samning en hann vill róa á önnur mið og helst fara frá Danmörku. Lið þar í landi hafa verið orðuð við hann.

,,Ég býst ekki við því að vera áfram í Danmörku ef ég fer frá AGF. Ég hef ekki verið í sambandi við önnur lið í Danmörku og býst ekki við að vera það. Mér finnst kominn tími til að ég fari annað þó þetta sé búið að vera skemmtilegt. Þetta hefur verið vonbrigðatímabil hjá okkur núna, í mínum draumaheimi hefði ég viljað að tímabilið hefði gengið betur hjá okkur en í mínum draumaheimi býst ég líka við því að yfirgefa AGF.“

Jón Dagur ætlar að skoða möguleika sína á næstu vikum .

,,Ég er ekki búinn að ákveða neitt og hef ekkert verið að stressa mig á þessu. Ég mun taka mér tíma í að velja þetta næsta skref. Mig langar að komast í lið sem spilar meiri fótbolta og hentar mér betur. Þetta hefur verið erfitt sem sóknarmaður í þessu liði.“

Enskur fótbolti er eitthvað sem heillar Jón Dag sem var ungur að árum í herbúðum Fulham en komst ekki inn í aðalliðið á þeim tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óvænt klásúla í samningi Mourinho

Óvænt klásúla í samningi Mourinho
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fylgjast með hvort Chelsea brjóti á réttindum leikmanna

Fylgjast með hvort Chelsea brjóti á réttindum leikmanna
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Emil ræddi um vin sinn sem fékk ekki þá athygli sem hann átti skilið – „Góður strákur, hann er smá feimin og til baka“

Emil ræddi um vin sinn sem fékk ekki þá athygli sem hann átti skilið – „Góður strákur, hann er smá feimin og til baka“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Meistaradeildin: Rashford magnaður í sigri á Newcastle – City tókst að klára tíu leikmenn Napoli

Meistaradeildin: Rashford magnaður í sigri á Newcastle – City tókst að klára tíu leikmenn Napoli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tungubrjótur í beinni útsendingu – Kallaði hann óvart hreinan svein

Tungubrjótur í beinni útsendingu – Kallaði hann óvart hreinan svein
433Sport
Í gær

Réttarhöldum vegna andláts Sala frestað – Vilja 17 milljarða í bætur

Réttarhöldum vegna andláts Sala frestað – Vilja 17 milljarða í bætur
433Sport
Í gær

Carragher veður í eigendur Chelsea og bendir á þessa hluti

Carragher veður í eigendur Chelsea og bendir á þessa hluti