Saudi Media Group hefur lagt fram 2,7 milljarða punda tilboð í Chelsea en tilboðið er ekki tengt ríkinu þar í landi.
Mohamed Alkhereiji frá Sádí Arabíu fer fyrir hópi fjárfesta sem hefur lagt fram tilboðið. Roman Abramovich stjórnar Chelsea ekki lengur eftir að eigur hans voru frystar í Bretlandi.
Roman er klár í að selja Chelsea en hann má þó ekki hagnast á sölu félagsins. Ben Jacobs fréttamaður CBS segir frá.
Alkhereiji er ekki sagður hafa nein tengsl við ríkið í Sádí Arabíu en en ríkið á stóran hlut í Newcastle.
Alkhereiji er stuðningsmaður Chelsea og reynir nú að klófesta félagið en fleiri hafa áhuga á að kaupa Chelsea.
Chelsea þarf á sölu að halda á næstu dögum en félagið er í vanda statt nú þegar eigur Roman hafa verið frystar.
I can confirm Saudi Media Group have made a £2.7bn ($3.5bn) offer to buy Chelsea. Mohamed Alkhereiji is a Chelsea fan and leading a private consortium. No direct government links.
— Ben Jacobs (@JacobsBen) March 14, 2022